Edduverðlaunin 2022

Edduverðlaunahátíðin verður haldin 18. september 2022 í Háskólabíó og sýnd á ruv.is.

Þar verða afhend 26 fagverðlaun ásamt Heiðursverðlaunum og verðlaunum fyrir sjónvarpsefni ársins sem kosið var um á ruv.is fyrr í vor. Framlag Íslands til Óskarsverðlauna verður einnig kynnt á hátíðinni.

Kosning akademíunnar verður send út rafrænt föstudaginn 2. september og stendur kosning yfir til miðnættis sunnudaginn 11. september 2022.

Allir þeir sem hafa greitt aðildagjöld til ÍKSA fá sendan kjörseðil til sín á skráð netfang.

Hægt er að fara inn á Netvarp Eddunnar og horfa á allt tilnefnt efni.

Ef spurningar vakna eða upp koma vandamál, vinsamlegast sendið póst á: eddan@eddan.is

Innskráning